Myndir teknar í ferð minni um Snæfellsjökul frá vestri til austurs í hitabylgju júlímánaðar 2010. Með því að nota "Map This" fídusinn hér til hægri geetið þið glöggvað ykkur á því hvar hver mynd var tekin.
12:13 Þessa mynd tók ég til að gera mér grein fyrir gönguleiðinni - hana ber þarna við himin frá vinstri til hægri. Héðan séð virðist talsverður kafli vestan Vesturþúfu vera á jökli - svo er þó raunar ekki.
15:45 Vesturhlið Vesturþúfu séð frá hæðinni með loftnetshúsinu. Ég var í bölvuðum vandræðum með brattan (og lausan) malarhrygginn þarna fyrir miðri mynd
16:38 Nabbinn efst á Miðþúfu. Það virðist ekkert mál að fara þarna upp þangað til maður áttar sig á stærðarhlutföllunum - þetta er þriggja metra há brík úr lélegu móbergi. Maður þyrfti einhverja tryggingu held ég.
16:59 Við vorum einir á jöklinum ég og hann Brian, amerískur háskólanemi sem ég hitti á toppnum. Hann endurskilgreinir hugtakið "jöklabúnaður" - takið eftir skófatnaðinum!