Fimmvörðuháls 18-20.06.10
Helgina 18. til 20. júní var farin hópferð yfir Fimmvörðuháls á vegum Útivistar. Þótt auðvitað hafi margir þvælst um hálsinn frá því gosi lauk í Eyjafjallajökli var hér um tilraun að ræða - þetta var fyrsta skipulagða hópferðin. Það er skemmst frá því að segja að þetta var afskaplega ánægjuleg upplifun - hálsinn er að vísu frekar fráhrindandi í útliti sem stendur en gaman að upplifa hann svona - hann mun ábyggilega verða kominn aftur í fyrra horf ekki síðar en næsta sumar. Uppi í skála skiptist hópurinn í tvennt, ég hélt þaðan með tvær sænskar vinkonur sem þurftu að ná síðdegisrútunni í bæinn en Ása Ögmundsdóttir tók að sér hinn hluta hópsins. Þetta er sem sé skyringin á því að á öllum myndunum sem ég tók þann daginn sjást þær vinkonur Dilla og Helen :-)
Read More