01.07.07 Hekla
Þennan fallega sunnudag gekk stór hópur fólks af ýmsum þjóðernum á Heklu. Þrátt fyrir tilraunir fararstjórans til að hræða þáttakendur með hugsanlegum eldhræringum kláruðu flestir gönguna, reyndar urðu tveir frá að hverfa vegna þtreytu og krampa. Ofarlega í fjallinu gerði smáþoku - það hefði verið skrítið ef það hef'i ekki gerst! Ég býst ekki við að ég nenni að bæta myndatextum við - það þýðir að lesa má tímann út úr skráanafninu sem birtist í hans stað (070701_1110 þýðir sem sé að myndin var tekin klukkan 11:10).
Read More