Kirkjufell 23.09.2006
Laugardaginn 23. Sept. fórum við í tindátaferð vestur á Snæfellsnes, höfðum mælt okkur mót við Skarphéðin Guðmundsson sem ætlaði að lóðsa okkur á topp Kirkjufells við Grundarfjörð. Við fengum flott veður og nutum ferðarinnar í botn þótt ekki færu allir á toppinn í þessari atrennu.
Read MoreStaðið á Arnarþúfu og horft til fjallsins. Til að komast þangað þurfti að fara um frekar tæpt haft, sumir munu hafa sest klofvega og ekið sér yfir. Skarphéðinn rétti út báða handleggi og lék línudansara, ég beit nú bara á jaxlinn og passaði að horfa ekki niður - það hefði fátt stoppað mann fyrstu 200 metrana eða svo. Það bætti ekki úr skák að sá gróður sem á haftinu vex var allur í holum eftir lundann eins og þúfan sjálf.